Starfskjör

Í reglum kjararáðs um starfskjör er kveðið á um ýmis almenn starfskjör svo sem orlof, tryggingar, endurmenntun, réttindi vegna veikinda og slysa og fleira.

Reglur um starfskjör embættismanna

Í reglum kjararáðs um starfskjör er kveðið á um almenn starfskjör embættismanna sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs.

Árnessjóðurinn

Ríkissjóður greiðir gjald af launum embættismanna annarra en presta í
sérstakan orlofssjóð, Árnessjóð. Nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins er að finna á . Af launum presta greiðir ríkissjóður gjald í
. Gjald þetta skal nema 0,3% af launum (heildarlaunum) og
greiðist mánaðarlega eftir á.

Fjölskyldu- og styrktarsjóður

Greitt er 0,55% af heildarlaunum í fjölskyldu- og styrktarsjóð vegna þeirra sem kjararáð ákveður laun, annarra en alþingismanna, ráðherra og ríkissáttasemjara. Úr sjóðnum er greitt framlag í samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar og geta þeir embættismenn sem kjararáð ákveður laun sótt um styrki til sjóðsins samkvæmt reglum hans.

Starfsmenntunarsjóður

Ríkissjóður greiðir gjald vegna embættismanna, annarra en presta og dómara, í Starfsmenntunarsjóð embættismanna. Hér er um styrk úr Starfsmenntunarsjóði embættismanna. Vegna presta er greitt í . Gjald þetta nemur 0,92% af mánaðarlaunum.

Reglur um starfskjör framkvæmdastjóra hlutafélaga

Í reglum kjararáðs um starfskjör framkvæmdastjóra félaga sem eru að meirihluta í eigu ríkissjóðs og dótturfélaga þeirra er kveðið á um almenn starfskjör þeirra.

Viðmiðunarreglur um greiðslur fyrir aukastörf

Samkvæmt lögum um kjararáð úrskurðar ráðið hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega. Kjararáð metur það hverju sinni og styðst við það mat við viðmiðunarreglur um greiðslur fyrir aukastörf frá 30. maí 2007 .

Á heimasíðu Alþingis er yfirlit yfir .