Fréttir
Reglur um starfskjör embættismanna
Kjararáð hefur endurskoðað reglur um starfskjör þeirra embættismanna sem heyra undir úrskurð ráðsins hvað varðar laun og starfskjör, sbr. lög nr. 47/2006 um kjararáð.
Þær breytingar sem gerðar hafa verið eru til samræmis við kjarasamninga fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Má þar nefna hækkun desemberuppbótar og hækkun gjalds í orlofs- og starfsmenntunarsjóði.