Launakjör ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands
Að gefnu tilefni vill kjararáð taka eftirfarandi fram varðandi laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands.
Að gefnu tilefni vill kjararáð taka eftirfarandi fram: Fyrir úrskurði kjararáðs um laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra sem kveðnir voru upp 16. júní síðastliðinn voru mánaðarlaun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis samkvæmt launaflokki kjararáðs 502-142, eða 1.170.443 kr. Að auki fékk hann greiddar 33 einingar á mánuði. Heildarlaun hans voru 1.486.319 kr. á mánuði. Mánaðarlaun annarra ráðuneytisstjóra voru samkvæmt launaflokki kjararáðs 502-141, eða 1.131.816 kr. Að auki fengu þeir greiddar 28 einingar á mánuði. Heildarlaun þeirra voru 1.399.832 kr. Mánaðarlaun skrifstofustjóra án mannaforráða eða sem heyra undir annan skrifstofustjóra voru samkvæmt launaflokki kjararáðs 502-132, eða 837.771 kr. Mánaðarlaun skrifstofustjóra með mannaforráð voru samkæmt launaflokki kjararáðs 502-133, eða 866.128 kr. Mánaðarlaun skrifstofustjóra sem eru staðgenglar ráðuneytisstjóra voru samkvæmt launaflokki kjararáðs 502-134, eða 895.478 kr. Að auki fengu skrifstofustjórar greiddar 12-21 einingu á mánuði. Langflestir voru með 21 einingu á mánuði. Heildarlaun langflestra skrifstofustjóra voru því 1.067.140 kr. Heildarlaun staðgengla voru 1.096.490 kr. Virði einingar breyttist ekki með úrskurðunum, það var bæði fyrir úrskurðina og eftir 9.572 kr. Eins og verið hefur greiðast einingar alla mánuði ársins, af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.