Fréttir

Laun forseta Íslands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör ráðherra

31.10.2016

Kjararáð hefur ákveðið laun forseta Íslands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör ráðherra.

Samkvæmt úrskurðinum verða laun forseta Íslands 2.985.000 krónur á mánuði, þingfararkaup alþingismanna verður 1.101.194 krónur á mánuði, laun forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verða 2.021.825 krónur á mánuði og laun annarra ráðherra að meðtöldu þingfararkaupi verða 1.826.273 krónur á mánuði. Laun forseta Íslands hækka frá og með 1.  nóvember 2016 en laun alþingismanna og ráðherra frá og með 30. október 2016. Í launatöflu kjararáðs nr. 500 sést hver laun áðurnefndra aðila voru fyrir breytingu.