Hlutverk kjararáðs
Kjararáð ákveður launakjör æðstu embættismanna ríkisins sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu.
Nánar tiltekið er verkefni ráðsins að ákveða laun og starfskjör forseta Íslands, þingmanna og ráðherra, héraðsdómara og hæstaréttardómara. Auk þess ákveður ráðið laun og starfskjör ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands, forstöðumanna ríkisstofnana og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að laun þeirra geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu.
Kjararáð ákveður einnig laun og starfskjör framkvæmdastjóra hlutafélaga og annars konar félaga, einkaréttareðlis, sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins og félaga sem eru að meiri hluta í eigu þeirra.